24. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 09:04


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:27
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Ara Trausta Guðmundsson (ATG), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:21

Ari Trausti Guðmundsson boðaði forföll.

Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 11:00, Guðjón S. Brjánsson kl. 11:02, Kolbeinn Óttarsson Proppé kl. 11:11 og Hanna Katrín Friðriksson kl. 11:20.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Frestað.

2) 391. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Hermann Sæmundsson, Guðni Geir Einarsson og Björn Ingi Óskarsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

3) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:42
Nefndin ræddi málið.

4) 316. mál - áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Jón R. Pálsson frá Samtökum atvinnulífsins og Einar K. Guðfinnsson frá Samtökum fiskeldisstöðva. Einnig Árni Bjarnason frá Félagi skipsstjórnarmanna og Guðmundur Helgi Þórarinsson frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

Nefndin ákvað að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

5) 315. mál - breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar Kl. 11:22
Nefndin ákvað að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 11:23
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:23